Náttúruvísindi

Tilraunir þurfa ekki að snúast um tilraunaglös eða stofur eða ákveðin efni. Að vinna úti í náttúrinni skapast ýmsar leiðir eins og finna út hvernig má útbúa gildru þegar við finnum holu úti. Þá þarf að finna rétta efnið til að setja yfir og það þarf að passa til að hægt sé að hylja holuna. Svona atvik getur kveikt á áhuga á efni og kynnt ný hugtök.

Glæður

Ég sé að það eru komin fjögur ár siðan ég póstaði síðast en ýmislegt gerst sem hefur valdið þessari töf á nýju efni. En ég náði að skrifa grein upp úr meistararitgerðinni minni, Orð og vísindi í leikskólastarfi, og birtist hún í tímaritinu Glæður nú í vor.

Stefni eins og alltaf að skrifa meir 😉

Kókoshneta

Í leikskólanum mínum kom fram sú ósk að gera kókoshnetubát. Ég hafði sagt frá því að í gamla skólanum mínum höfðum við reynt að láta kókshnetukjarna fljóta og starfsmaður frá Thailandi sagt frá því hvernig þau, börn í Thailandi, hefðu notað kókoshnetukjarna sem stundaglas.Við vildum skoða þetta. Í leikskólanum í dag, 21.11.2018., ákváðum við að brjóta kókoshnetu og sjá hvað myndi gerast. Heil hneta sökk þegar við prófuðum að setja hana heila í vatn.Við notuðum skrúfjárn  og hamar til að opna holurnar þrjár á kókoshnetunni til að  tæma kókosvatnið. Börnin fengu að slá með hamri í skrúfjárnið til að opna holurnar og hleypa vatninu úr. Allir sem vildu fengu að smakka vatnið því það var í góðu lagi. Næst var komið að því að opna kókoshnetuna og allir fengu að slá með hamri og hnetan opnaðist. Þeir sem vildu fengu að smakka „kjötið“ í hnetunni og meira að segja að skera það með dúkahníf! Hliðin með holunum hélst heil en þar sem hún var með götum sökk hún en seinna nýttist hún se  sigti. Hin hliðin brotnaði í nokkra mola og sökk því líka.

Aðalmálið hér er að allir fengu að prófa og fannst gaman. Tilraunir takast ekki alltaf en það er bara í góðu lagi.

Við settum hluta af kókoshnetunni í frysti og hvað verður um það?

Bækur

Þegar ég var að skrifa Med ritgerðina mína (hlekkur á ritgerðina http://hdl.handle.net/1946/26258) fann ég ýmsar greinar og bækur sem tengdust vísindavinnu með börnum. Það er ekki mikið til á íslensku en ég var dugleg að panta af amazon og kaupa þegar ég var erlendis, sérstaklega í Englandi. Eftir ritgerðarvinnu hef ég haldið áfram að verða mér úti bækur og annað efni sem tengjast vísindastarfi með börnum.

Hér eru nokkrar myndir af fræðibókum fyrir fullorðna og bókum/kössum þar sem má finna tilraunir til að vinna með börnum. Draumurinn er að útbúa meira efni á íslensku, þá sérstaklega fyrir kennara, og aldrei að vita nema það gerist.

Hér að ofan eru myndir af nokkrum fræðibókum

Hér eru bækur/kassar með bæði fræðilegu efni og tilraunum fyrir börn. Virkilega skemmtilegt.

 

 

Blaðra, matarsódi, edik

Um daginn sá ég aðferð til að blása upp blöðru með matarsóda og ediki. Þetta sá ég á facebook síðu the dadlab en þar eru feðgar að gera ýmsar tilraunir https://www.facebook.com/thedadlab/

Tilraunin sem við reyndum má sjá hér hjá feðgunum https://www.facebook.com/thedadlab/videos/760535024288285/ en tókst ekki alveg hjá okkur. Í staðinn fengu börnin að leika sér með matarsóada, edik, matarlit, pappír og vera með hanska og þrífa með tuskum (sem börnum finnst skemmtilegt). Okkar skemmtulegu útfærslu má sjá hér að neðan.

 

 

Sprengja og steypa

Haustið að koma og þá er tilvalið að byrja góða vinnu. Við hliðina á leikskólanum mínum hefur verið mikil vinna og lagfæringar á húsi. Þetta vekur áhuga barnanna og vilja þau gjarnan fá að vinna eitthvað svipað. Á síðustu dögum höfum við útbúið ,,sprengjur“ og steypu. Sprengjan er gerð úr lyftidufti og vatni sem er sett í LGG umbúðir. Við þurfum að vera fljót að setja tappann á og hrista smá svo tappinn spýtist upp. Langbest voru gömlu filmuboxinn en erfitt að fá þau nú.

 

Steypuvinnan er aðeins erfiðari því við höfum ekki alveg rétta efnið en gaman að blanda saman sandi (og börnin hafa verið að prófa mismunadi jarðveg í blönduna) og vatni og hræra saman.

Í leikskólanum

Barnahópurinn minn er allur fjögurra ára og hafa gaman af allskyns leikjum með vatn. Í vetur höfum við prófað að setja vatn í frysti og sjá hvað gerist.

IMG_3375
Blaðran í frysti

Við höfum sett vatn í blöðru og brotið svo klakann í blöðrunni.

IMG_3381
Klakinn brotinn með hamri

 

 

 

 

 

IMG_3413
Klaki í mjólk

Við prófuðum að setja litað vatn (með matarlit) í frysti og fengum okkur svo litaðan klaka í kaffitímanum. Borðuðum bæði eintóman klakann eða settum í vatn- eða mjólkurglös.

 

 

 

IMG_3514
Misþungir vökvar fyrir frystingu

Svo gerðum við tilraunin með misþungum vökvum þ.e. matarolíu,vatn og sýróp og settum það auðvitað í frystinn og gaman að sjá hvað gerðist þá.

IMG_3525
Misþungir vökvar eftir frystingu

 

 

 

 

 

 

fullsizeoutput_16e9
Eldgosagerð

Einnig höfum við gert eldgos og slím og einnig okkar eigin tilraunir eins og að búa til egg. En þá var blandað saman hveiti, vatni, salti og olíu og sett í eggjabakka og inn í þurrkskáp. Engin egg urðu til en skemmtilegur leikur

sept17 002
Eggjagerð

 

 

 

IMG_2985
Slím í sullukeri

Ný verkefni

 

IMG_3003
Leir

Ég sem ætlaði að vera svo dugleg að setja inn efni á þessa síðu en hef ekki staðið mig vel í því. Nú verður vonandi breyting á og ný verkefni og tilraunir fara að koma inn.

Það sem er alltaf jafn vinsælt hjá börnum (og mjög mörgum fullorðnum) er slím og leir. Í vetur hefur barnahópurinn minn verið spenntur að fá að prófa ýmislegt og ég reyni að leita leiða sem til að búa til gott, skemmtilegt, ódýrt og best ef það er ætilegt. Hér má finna uppskrift af ætilegu slími   og skemmtilegum leir.

Einnig má finna uppskrift af plasti sem ég fékk og prófaði í Vísindasafninu í Helsinki. Plastið er svolítið eins og slím eða leir til að byrja með og hægt að móta úr því. Eftir nokkra daga verður það hart og brothætt en skemmtilegt að eiga það þannig.

 

IMG_3998
„Plast“

Námsleikir

Það er langt um liðið síðan ég setti inn á síðuna eða uppfærði efni og ætla ég mér að gera það hér með.

Leikir og tilraunir sem sagt er frá hér að neðan urðu hluti að meistaraverkefni mínu í náms- og kennslufræði og í lok ritgerðar eru leikirnir svo settir fram og vonandi geta kennarar sem og allir aðrir nýtt sér þá. Hér er tengill inn á meistarverkefnið mitt, Orð og vísindi í leikskólastarfi, og þar má finna fræðileg skrif en einnig verkefni sem vinna má með leikskólabörnum.

Undir verkefni/tilraunir verða leikirnir settir inn og má eflaust finna vísanir til þeirra í fleiri en einni færslu þar sem sagt er frá vinnu í kringum leiki eða um leikina sjálfa. Þeir eru flokkaðir á ákveðinn hátt í verkefninu mínu en aðeins öðruvísi hér og jafnframt mun bætast við leikina og því verður eitthvað hér inni sem er ekki í verkefninu.

Hér má finna meira um Námsleikina, markmið þeirra og hvernig þeir eru hugsaðir í vinnu með börnum.

 

Síðast uppfært 26. júní 2017